Eitt mál var á dagskrá fundar framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja á mánudaginn sl.. Þar voru opnuð tilboð í gatnagerð á Hvítingavegi. Fram kemur í fundargerðinni að óskað hafi verið eftir verðtilboðum í gatnagerð í Hvítingaveg samkvæmt samþykktu deiliskipulagi.
Tvö tilboð bárust. Annars vegar frá Gröfuþjónustu Brinks upp á kr. 43.908.109,- og hins vegar frá HS vélaverk upp á kr. 42.580.438,-. Ráðið fól Brynjari Ólafssyni, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst