HS vélaverk bauð best í gatnagerð á Hvítingavegi
Hvitingavegur 20250521 115915
Hvítingavegur. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Eitt mál var á dagskrá fundar framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja á mánudaginn sl.. Þar voru opnuð tilboð í gatnagerð á Hvítingavegi. Fram kemur í fundargerðinni að óskað hafi verið eftir verðtilboðum í gatnagerð í Hvítingaveg samkvæmt samþykktu deiliskipulagi.

Tvö tilboð bárust. Annars vegar frá Gröfuþjónustu Brinks upp á kr. 43.908.109,- og hins vegar frá HS vélaverk upp á kr. 42.580.438,-. Ráðið fól Brynjari Ólafssyni, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.