Húkkaraballið fer hefðinni samkvæmt fram í kvöld. Þar er séns fyrir einhleypa að húkka sér förunaut til að njóta Þjóðhátíðar með. Líkt og undanfarin ár fer ballið fram í portinu á bakvið Strandveg 50.
Að þessu sinni eru það Daystar, Yung Nigo, 24/7, Ízleifur, GDRN, Huginn, Hr. Hnetusmjör, ClubDub og DJ Egill Spegill sem skemmta. Aðgangseyrir er kr. 2.000.
Það er jafnan mjög góð stemning á Húkkaraballinu. Hér að neðan má sjá myndband frá ballinu 2017 í boði Tuborg TV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst