Eitt hundrað kosið utan kjörfundar

Í dag klukkan 11:00 höfðu 100 manns kosið utan kjörfundar hjá embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum frá því að atkvæðagreiðslan hófst þann 13. ágúst sl.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu sýslumanns við Heiðarveg 15. Opið er alla virka daga, klukkan 09:15-15:00 mánudaga til fimmtudaga og föstudaga klukkan 09:15-14:00.

Kosið verður á Hraunbúðum á morgun 15. september og á HSU 16. september. Eigi kjósandi ekki kost á að greiða atkvæði á stofnunum samanber framangreint og getur heldur ekki sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er honum heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi.

Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og skal beiðni berast sýslumanni eigi síðar en tveimur dögum fyrir kjördag. Eyðublað til að óska eftir kosningu í heimahúsi er aðgengilegt á vefsíðunni www.kosning.is

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.