Meta kostnað við förgun
Framundan er að meta ástand bátsins, gera kostnaðaráætlanir og greiningar um hvernig best sé að varðveita hann, eins þarf að meta kostnað við förgun ef til þess kæmi. Nú þegar er kostnaður kominn yfir fjórar milljónir.
Á þurru til að byrja með
Í niðurstöðu ráðsins kemur fram að losa þarf skipalyftupallinn fyrir 22. mars. Þá er stefnt að viðhaldi á lyftupalli. Það eru tveir möguleikar í stöðunni annarsvegar er að negla vatnsheldann krossvið yfir göt á síðunni og setja bátinn á flot og geyma hann í smábátahöfninni þar til fyrir liggur hvað á að gera við bátinn. Hinn möguleikinn er að græja vagnana norðan við lyftupallinn og setja bátinn á þá og draga hann svo á svæðið norðan við lyftuhúsið. Þar getur báturinn verið óáreittur þangað til niðurstöður kostnaðar áætlana liggja fyrir. Einnig er hann þá á þeim stað sem hægt er að vinna í honum ef það verður niðurstaðan. Það að geyma bátinn í þessu ástandi á hafnarsvæðinu er ekki í forsvaranlegt vegna hættulegs ástands bátsins og þar fyrir utan verður að vera með stöðuga dælingu úr honum. Ekki er hægt að fara með bátinn aftur á Skanssvæðið í því ástandi sem hann er.
Skoða þrá möguleika
Ráðið felur framkvæmdastjóra að láta vinna kostnaðarmat á þremur mögulegum framtíðarlausnum MB Blátinds.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst