Hvað gerir ÍBV á lokasprettinum?
26. ágúst, 2014
Kvennalið ÍBV í knattspyrnu tekur á móti Aftureldingu klukkan 18:00 á Hásteinsvelli í dag. Eyjaliðið er í 7. sæti með 15 stig, en Afturelding er í 9. sæti með 7 stig. �?etta er því afar mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Mosfellingar þurfa svo sannarlega á öllum þeim stigum að halda sem mögulegt er að ná í og ÍBV getur ennþá dregist niður í fallbaráttuna. Hins vegar getur ÍBV einnig lyft sér upp deildina í næstu leikjum því Eyjakonur mæta þremur neðstu liðunum í næstu þremur leikjum. Eftir leikinn gegn Aftureldingu, mætir ÍBV FH á útivelii og síðan ÍA á heimavelli en FH er í 8. sæti með 9 stig en ÍA er í langneðsta sæti deildarinnar með aðeins eitt stig. Fimm umferðir eru eftir í Íslandsmótinu.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst