Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi efna nú til fjölda funda um landið og viljum heyra, beint og milliliðalaust, hvað brennur á fólki í tengslum við sjávarútveg. Sjálfbær nýting sjávarauðlindarinnar og hvernig arðinum af henni er skipt varðar okkur öll.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, leiðir fundina og fær til liðs við sig Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðing hjá Arion banka, og Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafa, til að varpa sínu ljósi á sjávarútveginn.
Dagskrá hringferðar SFS:
Mánudagur 16. október – 16.30 Ísafjörður (Edinborgarhúsið)
Þriðjudagur 17. október – 16.30 Ólafsvík (Sker)
Mánudagur 6. nóvember – 16.30 Egilsstaðir (Hótel Valaskjálf)
Þriðjudagur 7. nóvember – 16:30 Akureyri (Hótel KEA)
Miðvikudagur 8. nóvember – 16.30 Vestmannaeyjar (Þekkingarsetur Vestmannaeyja)
Fimmtudagur 9. nóvember – 16:30 Grindavík (Salthúsið)
Föstudagur 10. nóvember – 08.30 Reykjavík (Silfurberg)
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst