Hvað tekur við eftir að Hressó skellir í lás?

Nú fer senn að líða að lokun líkamsræktarstöðvarinnar Hressó sem staðsett er á Strandvegi 65 og í íþróttahúsinu. Hressó (Strandvegi) mun skella í lás þann 31. maí og litla Hressó (íþróttamiðstöðinni) þann 30. maí. Í kjölfar þessarar fregna á sínum tíma ákvað Vestmannaeyjabær að auglýsa eftir umsóknum um rekstur nýrrar heilsuræktar ásamt uppbyggingu nýrrar heilsuræktar. Tvær umsóknir bárust um verkefnið, annars vegar frá óstofnuðu hlutafélagi Eyglóar Egilsdóttur, Garðars Heiðars Eyjólfssonar, Þrastar Jóns Sigurðssonar og Leifs Geirs Hafsteinssonar og hins vegar við frá Laugum ehf./Í toppformi ehf. (World Class). Ákveðið var að hefja samræður við World Class, sem þótti hæfari umsækjandinn.

Heimildir eru fyrir því að útboðið hafi verið kært af óstofnuðu hlutafélagi Eygló Egilsdóttur, Garðar Heiðari Eyjólfssyni, Þresti Jónssyni og Leifi Geir Hafsteinssyni, þar sem talið var að umsóknin hafi verið sniðin með hagsmuni World Class í huga. Kæran mun að öllum líkindum tefja ferlið um opnun nýrrar heilsuræktar í Vestmannaeyjum. Samt sem áður hafa engar upplýsingar borist frá Vestmannaeyjabæ um hvernig framhaldinu verði háttað, hver staðan sé og hvenær áætlað verði að ný heilsurækt muni opna í íþróttamiðstöðinni og bíða bæjarbúar því óþreyjufullir eftir svörum.

Eyjafréttir hafði samband við Hákon Helga Bjarnason, forstöðumann íþróttamiðstöðvarinnar í morgun og gat hann heldur ekki gefið nein staðfest svör, né neina dagsetningu um hvenær ný heilsurækt muni opna. Hann sagðist þó muna funda með bænum í vikunni vegna þessa máls.

Mikil óvissa ríkir því um stöðuna og hvort það verði vikur eða mánuðir í að ný heilsurækt muni opna vitum við ekki, en eitt er víst að aðeins 5 dagar eru í að líkamsræktarstöðin Hressó mun skella í lás. Þannig ef til vill mun koma tímabil þar sem engin heilsuræktarstöð verður starfandi hér í Eyjum.

Hvað annað verður í boði ?

Metabolic 

Metabolic mun halda áfram með sama sniði og mun bjóða upp á sumaráskriftir. Metabolic er með aðstöðu í gamla salnum í íþróttahúsinu. Hægt er að skoða allt sem verður í boði hjá þeim, ásamt tímatöflu með æfingunum á heimasíðunni þeirra metaboliceyjar.is

Jóhanna Jóhannsdóttir – fjarþjálfun

Jóhanna Jóhannsdóttir, annar eigandi og þjálfari í Hressó mun færa sig yfir á netið eftir að Hressó lokar. Hún mun halda áfram að bjóða upp á hennar vinsælu námskeið sem hafa nú þegar verið í fjarnámskeiðs formi. Hægt er að skoða það sem hún hefur upp á að bjóða á heimasíðunni hennar jojoworkoutanddiet.com

Prentsmiðjan gym

Crossfit stöðin í Prentsmiðjunni, sem var undir Hressó mun halda áfram, þó með aðeins öðruvísi sniði og verður rekin af Gísla Foster Hjartarsyni. Breytingin verður sú að einnig verður hægt að kaupa aðgang að opinni rækt og skipulögðum tímum. Crossfit verður áfram í þeirra mynd sem það hefur áður verið. Unnið er að nýrri vefsíðu og hægt verður að kaupa aðgang í gegnum Abler.

Allra heilsa 

Allra heilsa bíður upp á ýmis námskeið og pop-up tíma sem leggja áherslu á nudd, djúpteygjur og slökun. Í sumar verður boðið upp á sumar jóga með Eygló Egilsdóttur. Nánari upplýsingar um framboð má finna á facebook síðu þeirra hér.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.