Hvaða flokkar?
eftir Ragnar Óskarsson
Raggi Os 2022 Lagf Tms 2
Ragnar Óskarsson

,,Jæja, nú eruð þið hjá Vinstri grænum búin að vera. Þið eruð komin niður í 3 eða 4% fylgi og fáið ekki mann á þing í kosningunum í lok mánaðarins.“ Þessa athugasemd fékk ég að heyra nú á dögunum frá ágætum vini mínum.

,,Æ, hvað það yrði slæmt, ekki bara fyrir Vinstri græn, heldur fyrir allan almenning í landinu,“ sagði ég.

,,Hvernig þá?“ var spurt á móti.

  • Hvaða flokkar ætlar að taka við forystu Vinstri grænna um málefni sem varða kvenfrelsi, kvenréttindi og jafnrétti á breiðari grunni? Um þessar mundir er sífellt vegið af meira miskunnarleysi að konum á fjölmörgum sviðum.
  • Hvaða flokkar ætlar að taka við forystu Vinstri grænna að berjast gegn árásum á hina félagslegu þætti og kerfi samfélagsins með því að svelta þessa þætti þar til í óefni er komið og bjóða þá fjármagnseigendum þá í einkarekstur sem gerir ekkert annað en að auka kostnað almennings að samfélagslegri þjónustu?
  • Hvaða flokkar ætlar að taka við forystu Vinstri grænna um að berjast fyrir því að hækka skatta á ríkasta 1% landsmanna, úr vösum þeirra sem geta í þágu þeirra sem þurfa?
  • Hvaða flokkar ætlar að taka við forystu Vinstri grænna í náttúruvernd og umhverfismálum og koma í veg fyrir að bæði innlendir og erlendir fjárfestar eignist landið sem fram til þessa á að heita sameign þjóðarinnar?
  • Hvaða flokkar ætlar að taka við forystu Vinstri grænna um að tryggja í stjórnarskrá að auðlindir í og við landið séu sameign þjóðarinnar en ekki einkaaðila?
  • Hvaða flokkar ætla að taka við forystu Vinstri grænna í friðarmálum og baráttu kúgaðra þjóða gegn ofurefli kúgara sinna?

Með öðrum orðum, ég held að það væri vond niðurstaða fyrir almenning í þessu landi ef rödd Vinstri grænna þagnaði á Alþingi. Ég bið þig, ágæti lesandi, að íhuga þessi mál vel og meta.

 

Ragnar Óskarsson

Nýjustu fréttir

Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar
Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu
Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals
Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.