Hvaðan kom fjallið í Goðahrauninu?
Eyjafréttir/Eyjar.net: Ómar Garðarsson
Fjallið á bílaplaninu.

Á fyrrum þvottaplani við Goðahraun í Vestmannaeyjum, í miðri íbúðabyggð hefur risið þetta mikla fjall á stuttum tíma. Sennilega blanda af vikri, sandi og jafnvel mold. Er fjallið þakið bálkum úr síldar- eða loðnunót.

Spurningin er, hver gaf leyfi fyrir því að hrúga, sennilega þúsundum rúmmetra af efni á þetta fyrrum þvottaplan? Af því er að sjónmengun, er í engu samræmi við nánasta umhverfi og fór fram grenndarkynning til að fá kanna hug íbúanna til þessa óskapnaðar?

Hver ber ábyrgð á því þegar sandur og vikur fer af stað í miklum veðrum og skellur á næstu húsum með hugsanlegum skemmdum á gluggum og klæðningu? Og loks, sitjum við uppi með fjallið næstu ár og jafnvel áratugi?

 

Ómar Garðarsson, íbúi í Foldahrauni.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.