Á fyrrum þvottaplani við Goðahraun í Vestmannaeyjum, í miðri íbúðabyggð hefur risið þetta mikla fjall á stuttum tíma. Sennilega blanda af vikri, sandi og jafnvel mold. Er fjallið þakið bálkum úr síldar- eða loðnunót.
Spurningin er, hver gaf leyfi fyrir því að hrúga, sennilega þúsundum rúmmetra af efni á þetta fyrrum þvottaplan? Af því er að sjónmengun, er í engu samræmi við nánasta umhverfi og fór fram grenndarkynning til að fá kanna hug íbúanna til þessa óskapnaðar?
Hver ber ábyrgð á því þegar sandur og vikur fer af stað í miklum veðrum og skellur á næstu húsum með hugsanlegum skemmdum á gluggum og klæðningu? Og loks, sitjum við uppi með fjallið næstu ár og jafnvel áratugi?
Ómar Garðarsson, íbúi í Foldahrauni.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst