Aðventan er tekin með trompi í Danmörku, jólatré fá að standa allan desember og síðan eru þeim hent jafnvel strax annan í jólum. �?ar eru því aðrir siðir tíðkaðir en hjá okkur og það var mjög gaman að fá að kynnast því en í Danmörku áttum við afskaplega ljúf jól. Mér eru líka minnisstæð áramót frá því þegar ég var unglingur. Fjölskyldan var öll samankomin úti í garði til að skjóta upp flugeldum og bróðir minn ásamt föður mínum heitnum sáu um flugeldasýninguna. Ekki vildi betur til en svo að blys sem var tendrað kveikti í stóra fjölskyldupakkanum sem fuðraði upp með eldglæringum og tilheyrandi sprengingum. Við áttum þar fótum fjör að launa og stungum okkur í snjóskaflana til þess að forða slysum. �?að fór þó allt betur en á horfði í fyrstu en þetta var vissulega tilkomumikil sjón!�?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst