Keppni í fyrstu deild karla lauk um helgina. Fyrir mótið fékk Fótbolti.net fyrirliða og þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir um lokaniðurstöðuna. Þjálfarar og fyrirliðar spáðu því að Víkingur Ólafsvík, Njarðvík og KS/Leiftur yrðu í þremur neðstu sætunum og sú varð raunin. Leiknir R. endaði einnig í sjöunda sæti eins og spáin hafði sagt til um.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst