Hvers vegna á Baldur að fá B-haffæri?
- eftir Óskar Pétur Friðriksson
18. september, 2025
DSC 0980
Röst bundin við bryggju þar sem ófært var til Landeyjahafnar og skipið aðeins með C-haffæri.

Breiðafjarðarferjan Baldur sinnir nú siglingum til Vestmannaeyja á meðan Herjólfur IV er í slipp. Skipið hefur fengið tímabundna undanþágu til að sigla milli Eyja og Þorlákshafnar, en sú undanþága fellur úr gildi um leið og Herjólfur tekur aftur við siglingum. Nú vinnur Vegagerðin að því að Baldur fái varanlegt B-haffæri, svo hann geti verið varaskip allt árið.

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur tekið undir það sjónarmið og lagt þunga áherslu á að Baldur fái B-haffæri í báðar hafnir. En spyrja má: Er það í raun til hagsbóta fyrir öryggi farþega og áhafnar?

Lærdómurinn frá Röst

Við getum horft til reynslunnar. Árið 2017 var norsk ferja, Röst (sem heitir Baldur í dag), leigð til Eyja á meðan Herjólfur III fór í slipp. Skipið sigldi undir norskum fána, með norska áhöfn, og var aðeins með C-haffæri. Reglur um vinnu- og hvíldartíma áhafnarinnar voru eftir norskum reglum, sem gerði það að verkum að síðasta ferð áætlunarinnar til Landeyjahafnar féll niður.

Þegar ófært varð í Landeyjahöfn hafði Röst ekki haffæri til siglinga í Þorlákshöfn. Þrátt fyrir undanþágur sem íslensk stjórnvöld veittu neitaði skipstjórinn að fylgja þeim – einfaldlega vegna þess að þær giltu ekki um skip sem sigldi undir norskum fána. Þar við sat og siglingar stöðvuðust.

Þessi atburðarás varð íslenskum flugfélögum happafengur því mikil eftirspurn myndaðist á flug milli lands og Eyja. Þetta sýnir jafnframt hversu brothættar þessar lausnir geta verið þegar skip hafa ekki rétt haffæri.

Munurinn á B og C

Samkvæmt reglugerð nr. 666/2001 eru reglur um haffæri skýrar. C-haffæri takmarkast við hafsvæði þar sem líkurnar á hærri kenniöldu en 2,5 metrum eru minni en 10% á ársgrundvelli. Þar má fjarlægð frá vari aldrei vera meiri en 15 sjómílur og fjarlægð frá strandlínu ekki meiri en 5 sjómílur.

Það er erfitt að sjá hvernig siglingar á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar falli innan þessara marka. Sjávaraðstæður þar eru þekktar fyrir að vera krefjandi, og ölduhæð fer væntanlega oftar yfir þessi mörk en 10% á ársgrundvelli.

Spurningar sem krefjast svara

Þegar bæjarráð Vestmannaeyja leggur þunga áherslu á að Baldur fái B-haffæri, er eðlilegt að spyrja:

  • Erum við að óska eftir því að alþjóðlegar öryggisreglur verði beygðar eða sniðgengnar?
  • Hefði ekki verið æskilegra að bæjarstjórn mótmælti kröftuglega ákvörðun Vegagerðarinnar um að senda hingað skip sem uppfyllir ekki þær reglur sem settar eru til að tryggja öryggi?
  • Af hverju krefjumst við þess ekki að varaskip Herjólfs uppfylli frá upphafi alþjóðlegar öryggiskröfur?

Öryggi á að vera í fyrirrúmi

Reglurnar sem hér um ræðir eru ekki settar af tilviljun. Þær byggja á alþjóðlegum viðmiðum um hönnun og byggingu skipa, með öryggi farþega og áhafnar í huga. Að ætla sér að sniðganga þær eða fá undanþágur að eigin hentugleika er að mínu mati ekki forsvaranlegt.

Vestmannaeyjar þurfa á traustu varaskipi að halda, en það verður að vera skip sem stenst kröfur – ekki skip sem treystir á undanþágur. Öryggi farþega og áhafnar verður að vera í fyrirrúmi, jafnvel þó það kalli á meiri kostnað eða bið eftir réttu lausninni.

 

Óskar Pétur Friðriksson

Mikið að gera hjá fluginu meðan Röst var að „sigla“ milli lands og Eyja.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
8. tbl. 2025
8. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.