Af viðtölum Eyjafrétta við fólk úr áhöfn Herjólfs er þeim ekki hlátur í hug og finnst að Eimskip hafi valtað yfir það á skítugum skónum. Lögin um frestun verkfalls hafi komið eins og blaut tuska í andlit þess. Ekki vilja þau tjá sig um forföll vegna veikinda í morgun en segja viðbrögð samfélagsins við sjálfsögðum rétti þeirra til að leita eftir bættum kjörum ekki uppörvandi. Geti það haft áhrif á heilsufar áhafnarinnar sem segist hafa samið af sér þegar byrjað var að sigla í Landeyjahöfn. Finnst miður hvað aðgerðirnar bitnuðu hart á Eyjamönnum.
�??�?g er í andlegu áfalli,�?? sagði einn sem vildi ekki koma fram undir nafni. �??�?etta sýnir hvernig Eimskip metur okkur þrátt fyrir að flagga starfsmannastefnu sem á að tryggja jafnan rétt allra, óháð kyni og stöðu. Við erum metin sem annars og þriðja flokks fólk innan fyrirtækisins,�?? sagði hann og benti á að á bak við tjöldin hafi áhöfnin slegið af kröfum sínum nema í einu atriði.
Viljum hjálpa fólkinu til að ná heilsu
�??�?að er grafalvarlegt mál þegar svona margir á einum vinnustað veikjast í einu,�?? sagði �?lafur Whilliam Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips þegar hann var spurður um veikindaforföll áhafnar Herjólfs í morgun.
�??�?etta líkist helst farsótt og trúnaðarlæknir okkar er í sambandi við Heilsugæsluna í Eyjum um hvað sé til ráða. Við viljum fá fullvissu um hvað hrjáir og hjálpa fólkinu til að ná heilsu,�?? sagði �?lafur. �??�?rátt fyrir þetta hefur okkur tekist að halda áætlun og við ætlum að gera það áfram,�?? bætti hann við.