Í deild hinna bestu á ný

Eyjamenn sigruðu Þrótt á Hásteinsvelli í dag 3-2. Mörk ÍBV skoruðu Guðjón Pétur Lýðsson, Seku Conneh og Ísak Andri Sigurgeirsson. Með sigrinum tryggði lið ÍBV sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári. Rúmlega 500 manns voru á Hásteinsvelli í dag sem verður að teljast með betra móti.

Eiður Aron Sigurbjörnsson fyrirliði ÍBV hefur átt gott tímabil og verið einn albesti maður Lengjudeildarinnar og er án efa eftirsóttur leikmaður. Í viðtali við vefmiðilinn fotbolti.net eftir leikinn segir Eiður að hann sé ekki að fara að spila með neinu öðru liði á Íslandi og hann verði að óbreyttu með ÍBV í PepsiMax deildinni næsta sumar.

Meistaraflokkar ÍBV, karla og kvenna, í handbolta og fótbolta leika því öll í deildum þeirra bestu. Til hamingju ÍBV.

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.