Það virðist vera annað hvort í ökkla eða eyra hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum en síðustu vikur hafa verið annasamar í meira lagi. Þó bregður svo við að síðasta vika er mun rólegri. Einn þjófnaður var þó tilkynntur til lögreglu en Garmin staðsetningartæki hafði verið stolið úr bifreið við Miðstræti og óskar lögreglan eftir upplýsingum um málið. Nú stendur yfir umferðarátak hjá lögreglunni en eins og undanfarin ár er lögð sérstök áhersla á umferðareftirlit á aðventu með tilliti til ölvunar og fíkniefnaaksturs. Hægt er að lesa færslu í dagbók lögreglunnar hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst