Íbúafundinum frestað
Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri. Mynd/samsett

Ákveðið hefur verið að fresta íbúafundi um samgöngur við Vestmannaeyjar, sem fyrirhugað var að halda í kvöld, vegna fjarveru innviðaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ.

Þar segir jafnframt að samgöngur milli lands og Eyja hafi verið með þeim hætti í dag að þær hentuðu ekki ráðherranum. Þó er rétt að geta þess að bæði var siglt og flogið til Eyja í morgun.

Ráðherrann hafði ætlað sér að koma með flugi klukkan 17 en því var aflýst vegna veðurs. Forstjóri Vegagerðarinnar kom með Herjólfi frá Þorlákshöfn í morgun en engu að síður þykir rétt að fresta fundinum úr því að hinn pólitíski ábyrgðarmaður samgangnanna getur ekki sótt hann. Fundurinn verður auglýstur þegar ný tímasetning hefur fundist.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.