Íbúatala Vestmannaeyja þann 31. desember árið 2013 var 4.262. Er það hæsta íbúatala frá árinu 2003, þegar íbúar Eyjanna voru skráðir 4.349. �?egar gaus í Heimaey árið 1973 voru íbúar Vestmannaeyja 5.179. Eftir gos fækkaði íbúum mikið og hélt sú þróun áfram öll árin fram til 1991 þegar aftur tók að fjölga. �?á urðu íbúarnir 4.923. �?á tók íbúum aftur að fækka. Ekki er ólíklegt að sameining frystihúsanna í Eyjum og hagræðingaaðgerðir í sjávarútvegi hafi þar spilað stórt hlutverk. Fæstir urðu íbúarnir 2007 þegar íbúatalan var 4.044. Síðan hefur íbúum fjölgað hægt og sígandi. Að íbúatalan hafi verið lægst árið 2007 þegar allt var í lukkunnar velstandi á höfuðborgarsvæðinu, segir sína sögu af útgerðarstöðunum og sennilega landsbyggðinnn allri. �?á gat hún étið það sem úti fraus. �?egar svo vel gengur í sjávarútvegi og á landsbyggðinni, þarf að sjá til að slíkt geti ekki haldið áfram, skattleggja þarf þessa andskota og flytja skattféð í burtu – til höfuðborgarsvæðisins.