ÍBV á toppinn
26. september, 2015
Í dag tók ÍR á móti ÍBV í Austurbergi þegar þriðja umferð deildarinnar fór fram. ÍBV hafði betur á endanum 28-32 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 16-13 fyrir ÍR.
ÍR stelpurnar voru mun ákveðnari í fyrri hálfleik og Eyjastelpur svolítið frá sínu besta en komu vel inn í seinna hálfleik og náðu að jafna í 17-17 strax á upphafsmínútum hans. Stelpurnar komust svo yfir þegar um tíu mínútur voru liðnar af leiknum og voru yfir allt til enda þrátt fyrir að hafa aldrei getað slitið baráttu glaðar heimastúlkur frá sér.
Stelpurnar eru ósigraðar þar sem af er tímabilinu og tylltu sér á topp deildarinnar með sigrinum ásamt Gróttu og Selfossi en liðin eru öll jöfn að stigum en ÍBV með bestu markatöluna.
Mörk ÍBV skoruðu þær; Vera Lopez 10, Greta Kavallauskaité 5, Ester �?skarsdóttir 5, Drífa �?orvaldsdóttir 4, Telma Amado 4, Kristrún �?sk Hlynsdóttir 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 1 og Selma Rut Sigurbjörnsdóttir 1.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst