Það verður spenna á parketinu í Olís deild kvenna í dag þegar ÍBV tekur á móti KA/Þór í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Leikurinn hefst klukkan 15:00.
Bæði lið hafa sýnt góða takta í upphafi móts og ljóst að mikilvægt er fyrir þau að næla í stig á þessum tímapunkti, enda hart barist á toppi deildarinnar. ÍBV hefur verið sterkt á heimavelli, þar sem stuðningur Eyjamanna getur oft reynst dýrmætur, á meðan KA/Þór mætir til leiks með metnað til að sækja stig yfir hafið og fara þar með upp fyrir ÍBV, en einungis munar einu stigi á liðunum. Handboltaáhugafólk er hvatt til að fjölmenna og styðja sitt lið.
Leikir dagsins:
| Lau. 08. nóv. 25 | 15:00 | 9 | Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja | RM/MKJ/SÓ | ÍBV – KA/Þór |
| Lau. 08. nóv. 25 | 15:00 | 9 | Skógarsel | SHÞ/ÞÁB | ÍR – Stjarnan |




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst