ÍBV er búið að krækja í Lavinia Boanda, landsliðsmarkvörð Rúmeníu í fótbolta. Þetta er fullyrt á vefnum fotbolti.net. Hin 28 ára gamla Lavinia gengur til liðs við ÍBV frá Olimpija Cluj í Rúmeníu.
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var aðalmarkvörður ÍBV á síðustu leiktíð en hún er farin aftur til Vals. ÍBV leikur í Bestu deildinni í sumar eftir að hafa endað í sjöunda sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, með 22 stig úr 18 leikjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst