ÍBV heimsækir KR í Pepsi-deild kvenna í kvöld klukkan 18:00. Leikurinn fer fram í Frostaskjóli en ÍBV kemst upp fyrir KR með sigri. Eins og er eru liðin með jafnmörg stig en KR með betri markatölu.
Í síðustu umferð gerði KR 1-1 jafntefli við Fylki en síðasti leikur ÍBV var gegn Selfossi í bikarnum þar sem ÍBV vann 5-0 sigur.
Við hvetjum Eyjamenn á höfuðborgarsvæðinu að fjölmenna á völlinn.