ÍBV varð í gærkvöldi fjórða liðið til að öðlast sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins í handknattleik kvenna. ÍBV vann Stjörnuna með eins marks mun, 23:22, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 12:7.
Frá þessu er sagt á handbolti.is
Undanúrslitin eru miðvikudaginn 15. mars í Laugardalshöllinni. Auk ÍBV eiga Haukar, Selfoss og Valur sæti í undanúrslitum. Dregið verður til undanúrslita.
Mörk ÍBV: Sunna Jónsdóttir 6, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 4/1, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Elísa Elíasdóttir 3, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 2, Bríet Ómarsdóttir 1, Ingibjørg Olsen 1, Ásta Björt Júlíusdóttir 1, Harpa Valey Gylfadóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 11, 33,3%.
Úr leik ÍBV og Stjörnunnar í Eyjum fyrr í vetur.
Mynd – Sigfús Gunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst