ÍBV tekur á móti Fram í Olís deild karla í dag en liðin mætast í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í 10. umferð mótsins. Leikurinn hefst kl. 17:45, en breyta þurfti tímanum svo gestirnir næðu síðustu ferð með Herjólfi.
Búist er við hörkuleik í Eyjum. ÍBV hefur verið sterkt á heimavelli og ætlar sér dýrmæt stig, en Fram kemur ákveðið til leiks og stefnir á góð úrslit í erfiðu útileikjaprogrammi. Eyjaliðið er um miðja deild með 11 stig og Fram er með 8 stig.
Leikurinn verður í beinni útsendingu í Handboltapassanum og miðar fást í Stubb. Eyjafréttir fylgjast með og greina frá úrslitum að leik loknum.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst