Í dag á Hásteinsvelli klukkan 14:00 tekur ÍBV á móti ÍA í lokaumferð Pepsí deildar karla. Sigur í síðasta leik er mikilvægt þó að liðin geti hvorugt lítið breytt stöðu sinni í deildinni sigri það. ÍA er í þéttum pakka um miðja deild í sjöunda sæti og geta fallið niður í níunda sæti tapi þeir leiknum á meðan ÍBV heldur tíunda sætinu sama hvernig úrslitin verða.