ÍBV og Haukar mætast í fjórða leiknum í Eyjum í kvöld

Undanúrslitarimma ÍBV og Hauka hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum enda farið fram jafnt innan sem utanvallar. Nú er hinsvegar komið að næsta handboltaleik liðanna.

Liðin mætast í kvöld kl. 18.30 í Vestmannaeyjum. Síðasti leikur liðanna í Eyjum er enn í umræðunni en þar fóru fjögur rauð spjöld á loft þar á meðal eftir hið mikið umrædda brot Kára Kristjáns Kristjánssonar. En hann hlaut þriggja leikja bann í kjölfarið á því og er því ekki með í kvöld.

Það er að duga eða drepast fyrir Eyjamenn í kvöld því Haukar leiða einvígið 2-1 en þrjá sigra þarf til að tryggja sér þátttöku í úrslitaviðureigninni. Þar mun sigurvegarinn mæta liði Selfossar sem gerði sér lítið fyrir og sló út lið Vals 3-0.

Búast má við fjölmenni á leiknum í kvöld og mikilli stemningu enda mikil spenna í loftinu á milli liðanna. Munum þó að hafa háttvísi í hávegum er við hvetjum okkar lið til sigurs.

[add_single_eventon id=”68244″ show_excerpt=”yes” show_exp_evc=”yes” ]

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.