ÍBV og Keflavík skildu jöfn
6. júní, 2025
Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson.

6. umferð Lengjudeildar kvenna kláraðist í kvöld þegar Eyjakonur tóku á móti Keflavík á Þórsvelli. Eyjakonur byrjuðu leikinn vel og strax á 10. mínútu var Lilja Kristín Svansdóttir búin að koma heimakonum yfir. Allison Clark átti þá góða sendingu í gegn á Allison Lowrey sem náði að koma boltanum á fjær þar sem Lilja Kristín kom á ferðinni og kláraði í autt markið.

Eyjakonur áttu þá eftir að fá urmul af færum og góðum upphlaupum til að bæta við fleiri mörkum en inn vildi boltinn ekki. Undir lok leiks fékk Keflavík aukaspyrnu á hættulegum stað rétt fyrir utan teig ÍBV. Aníta Lind Daníelsdóttir gerði sér þá lítið fyrir og setti boltann í netið fram hjá Guðnýju Geirsdóttur í marki Eyjakvenna. Þetta reyndist síðasta mark leiksins og liðin skiptu með sér stigunum.

ÍBV hoppaði því upp fyrir Grindavík/Njarðvík og er í 2. sæti deildarinnar. Næsti leikur liðsins er mánudaginn 16. júní gegn toppliði deildarinnar HK í Kórnum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.