ÍBV skrifaði undir samning við Róbert Aron Eysteinsson á dögunum. Róbert Aron sem er fæddur 1999 er teknískur og efnilegur leikmaður sem spilar yfirleitt sem kantmaður hvort sem það er á þeim vinstri eða hægri. Mikil ánægja innan deildarinnar með að hafa tryggt þjónustu leikmannsins sem kemur upp úr yngri flokka starfi ÍBV.