ÍBV skrifar undir við unga Eyjapeyja
1. desember, 2015
ø;
ø;
Knattspyrnuráð ÍBV hefur gengið frá samningum til 3ja ára við heimamennina, �?skar Elías Zöega �?skarsson og Hafstein Gísla Valdimarsson sem leikmenn mfl. karla ÍBV í knattspyrnu.
�?skar Elías og Hafsteinn Gísli eru eins og allir vita uppaldir hjá félaginu og eru með þessu að endurnýja samninga sína við félagið.
�?skar Elías er 20 ára og hefur verið hluti af leikmannahópi mfl. karla sl. 3 ár. Hann á að baki 9 leiki með liðinu í deild og bikar. Seinni hluta tímabilsins 2014 lék hann 8 leiki með BÍ/Bolungarvík og skoraði þar eitt mark. Í sumar lék hann svo 7 leiki með liði KFS seinni hluta tímabilsins, og skoraði þar 2 mörk.
Hafsteinn Gísli er 19 ára og hefur verið hluti af leikmannahópi mfl. karla sl. 2 ár, og á að baki einn leik með liðinu. Hafsteinn lék sl. sumar 14 leiki með KFS í 3. deild karla og öðlaðist þar mikla reynslu fyrir komandi ár.
ÍBV sér þá félaga fyrir sér í þeirri Eyjastemmingu sem lið ÍBV á að byggja á næstu árin, og í því verkefni að koma ÍBV í fremstu röð. �?eir félagar verða hluti af þeim hópi leikmanna, þjálfara og knattspyrnuráðsmanna sem munu sameiginlega í góðu samstarfi efla ÍBV og búa til öflugt lið.
Knattspyrnuráð ÍBV lýsir yfir mikilli ánægju með að þessir Eyjapeyjar séu áfram tilbúnir í slaginn með ÍBV og væntir mikils af þeim í framtíðinni.
ÁFRAM ÍBV, alltaf og alls staðar.
Á myndinni má sjá þá Hafsteinn Gísla, �?skar Elías og Halldór Páll sem skrifaði undir samning við ÍBV 19. nóvember og við sögðum frá hér.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst