Kvennalið ÍBV í handbolta tapaði gegn Val í 14. umferð Olís deildar kvenna, í Eyjum í dag. Um var að ræða algjöran toppslag deildarinnar en fyrir leikinn voru bæði lið með 22 stig í fyrsta og öðru sæti deildarinnar.
Valskonur byrjuðu leikinn betur og komust í 0:2 á upphafs mínútum leiksins. Jafnræði var með liðunum næstu mínútur og var staðan 6-6 eftir 15 mínútur. Valskonur tóku hins vegar forystuna aftur og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 9:12.
Valskonur héldu áfram að leiða í seinni hálfleik en Eyjakonur náðu að minnka muninn niður í eitt mark, 12:13, í upphafi síðari hálfleiks. Valskonur leiddu með þremur mörkum næstu mínútur leiksins og náðu fimm marka forystu þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Valskonur unnu að lokum nokkuð öruggan fimm marka sigur. Lokatölur leiksins, 22:27.
Eftir 14 leiki situr ÍBV í 2. sæti deildarinnar með 22 stig. Valskonur eru á toppnum með 24 stig.
Sandra Erlingsdóttir var markahæst í leiknum með sex mörk, ásamt Örnu Karítas Eiríksdóttur, leikmanni Vals. Amalia Frøland varði 14 skot í marki ÍBV.
Mörk ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 6 mörk, Agnes Lilja Styrmisdóttir 4, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 3, Ásta Björt Júlíusdóttir 2, Birna María Unnarsdóttir 1, Britney Emilie Florianne Cots 1, Kristrún Ósk Hlynsdóttir 1.
Næsti leikur ÍBV er útileikur gegn Fram, fimmtudaginn 29. Janúar kl, 18:00