Karlalið ÍBV tekur á móti Fram í dag klukkan 18:00 í Olísdeildinni. �?etta er frestaður leikur sem átti að fara fram 6. nóvember. Bæði lið þurfa virkilega á sigri að halda, Fram er í neðsta sæti deildarinnar með 4 stig á meðan ÍBV er í því sjöunda með níu stig. Framarar eru væntanlegir með flugi seinni partinn og því mun leikurinn að öllum líkindum fara fram.