ÍBV er úr leik í úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik eftir tap fyrir Aftureldingu í öðrum leik liðanna í Eyjum í gærkvöldi. Jafnræði var með liðunum lengst af í leiknum en gestirnir gerðu síðustu tvö mörk leiksins sem lauk 27-25.
Eyjamenn áttu í erfiðleikum með að koma boltanum framhjá markverði Aftureldingar sem varði 19 skot. Raunar voru markverðir beggja liða mjög góðir en Petar Jokanovic í marki ÍBV varði 18 bolta. Dagur Arnarsson var markahæstur ÍBV með 9 mörk og Daniel Esteves Vieira skoraði 5. Eyjaliðið er því komið í sumarfrí en Afturelding mætir Val í undanúrslitum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst