KSÍ hefur samþykkt leyfisumsóknir allra þeirra 24 félaga sem leika í efstu tveimur deildum karla. ÍBV, Fylkir og Selfoss fá leyfi miðað við að gerðar verði úrbætur á áhorfendaaðstöðu innan tiltekinna tímamarka. Aðstæður á heimavöllum þessara félaga uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru en öll eru með áætlanir um að bæta úr því.