Í gær fundaði Leyfisráð KSÍ en fyrir fundinum lágu fyrir gögn frá nokkrum félögum þar sem sótt er um þátttökuleyfi fyrir sumarið. Þrettán félögum hafði verið veitt leyfi í byrjun mánaðarins en sjö fengu leyfi nú, m.a. ÍBV. Félagið, ásamt Keflavík og Fjölni uppfylla hins vegar ekki kröfu um menntun þjálfara yngri flokka og gerir leyfisráð tillögu til aga- og úrskurðarnefndar um að félögin verði beitt viðurlögum.