Ársþingi KSÍ lauk með kosningu til stjórnar síðdegis í dag. Á þinginu var Þorvaldur Örlygsson kjörinn formaður. Hafði hann betur gegn þeim Guðna Bergssyni og Vigni Má Þormóðssyni.
Sjö manns voru í framboði um fjögur laus sæti í stjórn. Eyjamaðurinn Ingi Sigurðsson var einn þeirra sjömenninga sem í framboði voru.
Ingi hlaut næst flest atkvæði, eða 100 talsins. Flest atkvæði hlaut Þorkell Máni Pétursson 114 atkvæði.
Eftirtaldir voru í framboði um þessi fjögur sæti og skiptust atkvæðin á eftirtalinn hátt:
Eftirtaldir munu sitja í stjórn KSÍ til næstu tveggja ára:
Tveggja ára kjörtímabili eftirtalinna í stjórn KSÍ lauk rétt í þessu:
Auk Inga, Pálma, Sveins og Þorkels Mána sitja Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson í stjórn og lýkur kjörtímabili þeirra í febrúar 2025.
Tveggja ára kjörtímabili eftirtalinna aðalfulltrúa landsfjórðunganna lauk á 78. ársþingi KSÍ:
Eftirtaldir buðu sig fram sem aðalfulltrúar landsfjórðunga til tveggja ára og voru þau sjálfkjörin:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst