Ingibjörg ætlar að spila að nýju með ÍBV
3. mars, 2007

“�?egar ég hætti eftir síðasta tímabil fóru skórnir beinustu leið í ruslið þannig að nú vantar mig skó,” sagði Ingbjörg hlæjandi í samtali við www.sudurland.is. Hún bætir því þó við að blóðið hefði runnið til skyldunnar en fyrst og fremst verður hún andlegur stuðningur í leikmannahópnum enda hafi hún ekkert æft handbolta í næstum ár og lítið hreyft sig eftir áramót.

Ingibjörg vildi líka skora á fleiri að fylkja sér á bak við liðið og styðja það í síðustu leikjunum. “Fyrst það er hægt að draga fertuga kerlingu úr sveit til að styðja liðið þá hljóta fleiri að geta lagt eitthvað til,” sagði Ingibjörg en þar sem hún er búsett í Borgarnesi þá kemur hún ekki til með að gera annað en að spila með liðinu í útileikjum.

Einar Jónsson, þjálfari ÍBV var ánægður með tíðindin. “Eftir því sem mér hefur verið sagt og það litla sem ég þekki til hennar þá er Ingibjörg mikill karakter fyrir liðið og líklega er það eitthvað sem okkur hefur vantað í allan vetur. En eins og staðan er núna þá tökum við vel á móti öllum leikmönnum sem með okkur vilja spila, það eru allir velkomnir á æfingar,” sagði Einar.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst