Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 á Richter skók Ölfusið og nágrenni kl. 12:05 í dag. Skjálftinn átti upptök sín 5,2 km ASA af Hveragerði. Á sömu mínútu varð skjálfti af stærðinni 2,7 rúma 3 km norðan við Selfoss. Skjálftinn fannst mjög vel á Selfossi. Tveimur mínútum áður kom minni skjálfti af stærðinni 2,3 á Richter. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst