Framkvæmdir vegna viðhalds á hreinsikerfi innilaugar sundlaugarinnar hafa reynst mun umfangsmeiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum.
Á vef Vestmannaeyjabæjar segir að upphafleg áætlun hafi gert ráð fyrir að verklok yrðu í byrjun desember, en vegna tafa sé nú stefnt að því að innilaugin opni aftur í lok janúar.
Á meðan framkvæmdum stendur verður útisvæðið – útilaugar, heitir pottar og gufa – opið samkvæmt venjulegum opnunartíma og eru sundlaugagestir hvattir til að nýta sér það.
Vestmannaeyjabær biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem tafirnar kunna að valda og þakkar fyrir sýnda þolinmæði og tillitssemi á meðan á framkvæmdunum stendur.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst