Haustið 2010 urðu talsverðar umræður um nokkur leiðindaatvik sem tengdust nýnemum Framhaldsskólans, en áttu sér stað að kvöldlagi utan skólans, helgina fyrir skólasetningu. Þrátt fyrir að skólinn hafi lagt mikla vinnu í að gera inntöku nýnema í skólann skemmtilegri og jákvæðari en áður, hefur borið á því undanfarin ár að níðst sé á verðandi nemendum dagana fyrir skólabyrjun.