Nú styttist í sveitastjórnarkosningar, en þær verða haldnar 26. maí næstkomandi. Lítið hefur verið að frétta af framboðslistum hér í bæ undanfarið.
Flokksmenn í Sjálfstæðisflokki Vestmannaeyja hafa ekki verið sammála um hvernig eigi að fara að fyrir komandi kosningar eins og Eyjafréttir hafa greint frá. Í desember felldi fulltrúaráðið þá tillögu að farið yrði í röðun og gekk fólk út af þeim fundi í þeirri trú að framundan væri prófkjör. Annað koma á daginn þegar stjórn fulltrúaráðs boðaði til annars fundar, en á þeim fundi kom fram að kjósa þurfi að nýju þar sem prófkjörið hafi ekki verið samþykkt með lögmætum hætti. �?ann 10. janúar sl. var svo kosið gegn því að halda prófkjör og ákveðið að farið skyldi í Röðun. Aðeins sjö frambjóðendur buðu sig fram til Röðunar hjá flokknum, en frambjóðendur þurftu að vera tíu að lágmarki. Niðurstaðan var því uppstilling.
Listinn er alltaf að nálgast fullmótaða mynd
�?lafur Elíasson formaður uppstillingarnefndar fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum, sagði að staðan hjá uppstillingarnefnd væri góð. �??�?að er fundað reglulega og listinn er alltaf að nálgast fullmótaða mynd. Vinnan er alveg á tíma, en gert var ráð fyrir að tillaga lægi fyrir áður en þessi mánuður væri úti,�?? sagði �?lafur í samtali við Eyjafréttir.
Afþakkaði þriðja sætið
�?egar blaðamaður sló á þráðinn til Írisar Róbertsdóttur var hún nýkomin af landsfundi Sjálfstæðismanna. Aðspurð sagði hún að það væri alltaf gaman að taka þátt á landsfundi. �??�?að er áhugavert og skemmtilegt að taka þátt í þessari lýðræðissamkomu sem landsfundur er,�?? sagði Íris.
Íris greindi frá því um áramót að hún hefði boðið sig fram hefði verið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum. Síðan þá hefur hún ekki gefið út hvað hún ætlar að gera fyrir komandi kosningar. Heyrst hefur að annað framboð sé í undirbúningi og þar er hennar nafn oftar en ekki nefnt. Íris vildi ekkert gefa út á það þegar blaðamaður hafði samband við hana.
Uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum sem vinnur þessa dagana hörðum höndum við að stilla upp lista fyrir komandi sveitastjórnarkosningar bauð Írisi í síðustu viku þriðja sætið á lista þeirra, hún afþakkaði boðið. �??Nefndin bauð mér þriðja sæti í síðustu viku og ég fékk sólarhrings umhugsunarfrest. �?g afþakkaði það boð.�?? Aðspurð um ástæðu þess sagði Íris: �??�?g kýs að tjá mig ekkert frekar um það núna en mun gera það innan tíðar .�??
Á lokametrunum
Sólveig Adolfsdóttir forsvarsmaður E-listans í Vestmannaeyjum sagði að allt væri þetta að koma heim og saman. �??�?etta er allt á lokametrunum hjá okkur. Erum að funda reglulega og erum ekkert að flýta okkur.�?? Aðspurð sagði hún að listinn yrði kynntur fyrir mánaðamótin.