Íris gefur kost á sér

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Íris greindi frá þessu á facebook síðu sinni með eftirfarndi tilkynningu:

“Bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey hefur ákveðið að bjóða aftur fram lista í bæjarstjórnarkosningunum í vor og verður prófkjör þann 5. mars. Í framhaldi af því hef ég tekið ákvörðun um að gefa kost á mér aftur. Síðustu tæpu fjögur ár hafa verið annasöm og krefjandi, m.a. vegna faraldurs og loðnubrests, en jafnframt hefur það verið ótrúlega gefandi og ögrandi að takast á við þessar áskoranir fyrir hönd okkar Eyjamanna. Ákaflega mörg og spennandi verkefni hafa verið sett af stað og eru í farvatninu hér í Eyjum, samfélaginu okkar til heilla, og ég vil gefa kost á mér til að vinna þeim áfram brautargengi.”

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.