Íris ráðin bæjarstjóri á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja á nýbyrjuðu kjörtímabildi fór fram í hádeginu í dag. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, sem lengst hefur setið í bæjarstjórn stýrði fundinum í byrjun. Kosið var í ráð og nefndir og er Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs og Íris Róbertsdóttir heldur áfram sem bæjarstjóri.  Tvö mál tóku mestan tíma á þessum fundi og voru þau:

1. Bæjarfulltrúum var fjölgað úr sjö í níu við síðustu kosningar. Lá því fyrir að launakostnaður myndi aukast. Meirihluti lagði til að lækka laun bæjarfulltrúa allra, til að sporna við kostnaðarauka. Tekist var á um þetta mál frá ýmsum hliðum, þar sem fulltrúar minnihluta bentu á að þessi breyting gæti fælt efnaminna fólk frá þátttöku í bæjarmálapólitík. Einnig kom fram að laun annarra sveitarfélaga af svipaðri stærð væru hærri, jafnvel fyrir þessa lækkun. Lækkun launa var þó samþykkt með 5 atkvæðum en 4 sátu hjá.2. Öllu meiri samstaða var um málefni jarðgangnagerðar, Njáll Ragnarsson bar upp tillöguna og fékk stuðning frá bæði minni- og meirihluta. Er samhljóma álit að þó dýrt sé að gera göng, þá sé dýrara að gera þau ekki. Kom meðal annars fram að árlegur rekstur Herjólfs kostar um 650 milljónir,  árlegur kostnaður við dýpkun Landeyjahafnar sé um 400 milljónir og hvert nýtt Herjólfs-skip kosti um 5 milljarða. Innviðaráðherra er sagður jákvæður fyrir göngum til Vestmannaeyja. Var samþykkt samhljóða að fylgja málinu eftir.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.