Ísfélagið setur upp bronsstyttu af Ása í Bæ

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í gær beiðni Ísfélags Vestmannaeyja um leyfi til að koma fyrir bronsstyttu af Ása í Bæ við flotbryggjurnar á Smábátasvæði. Í umsókninni kemur fram að um er að ræða styttu í raunstærð sem sitja mun á steini og verða lýst upp (með gamaldags ljósastaur eða með öðrum hætti). Ási í Bæ (Ástgeir Kristinn Ólafsson) var skáld, veiðimaður, tónlistarmaður og einn af fremstu listamönnum Vestmannaeyja. Hann fæddist í Eyjum 27. febrúar 1914 og lést 1. maí 1985.

Höggmyndina gerði Eyjamaðurinn Áki Grånz að beiðni Árna Johnsen. Ísfélagið annaðist
uppsteypu verksins í kopar. Bronzstyttan er væntanleg til landsins í lok maí. Bekkur verður staðsettur við styttuna ásamt einhvers konar hljóðkerfi sem spila mun lög Ása.

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.