Íslenska kvennalandsliðið lék lokaleik sinn í C-riðli, gegn Úrúgvæ, á HM kvenna í handbolta í dag. Leikurinn var úrslitaleikur um hvort liðið færi áfram í milliriðil. Íslensku stelpurnar mættu beittar til leiks og tryggðu sér sæti í milliriðli með stórsigri. Lokatölur leiksins, 33-19.
Eyjastelpurnar, Díana Dögg Magnúsdóttir, Elísa Elíasdóttir og Sandra Erlingsdóttir voru allar í stóru í hlutverki í leiknum í dag. Sandra Erlingsdóttir, leikmaður ÍBV og fyrirliði Íslands, var markahæst með sex mörk. Elísa Elíasdóttir, leikmaður Vals, skoraði fjögur mörk og Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður þýska liðsins Blomberg-Lippe, eitt mark.
Eins og flestir vita er Eyjamaðurinn Arnar Pétursson, þjálfari liðsins og þá er Hrafnhildur Ósk Skúladóttir liðsstjóri.
Þetta er í fyrsta skipti sem kvennalandsliðið kemst í milliriðil á Heimsmeistaramóti. Á HM 2023 vann liðið Forsetabikarinn.
Í milliriðlinum mæta íslensku stelpurnar Svartfjallalandi, Færeyjum og Spáni. Milliriðilinn hefst á þriðjudaginn.
Mörk Íslands: Sandra Erlingsdóttir 6 mörk, Thea Imani Sturludóttir 5, Elísa Elíasdóttir 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4, Dana Björg Guðmundsdóttir 3, Elín Klara Þorkelsdóttir 2, Lovísa Thompson 2, Katrín Tinna Jensdóttir 2, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 1.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst