Íslensku stuðningsmennirnir frábærir
21. nóvember, 2013
Okkar maður í landsliðinu, aðstoðarþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var að vonum heldur niðurdreginn þegar Eyjafréttir heyrðu í honum hljóðið í gærmorgun. Heimir viðurkenndi að Króatar hefðu einfaldlega verið betri, íslenska liðið hefði hitt á slæman dag á meðan Króatar hafi hitt á góðan og því hafi ekki þurft að spyrja að leikslokum. Heimir vonast til að Eiður Smári sjái að sér og hætti ekki með landsliðinu.
Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti íþróttamaður sem Ísland hefur alið af sér, sagði í viðtali á R�?V að leikurinn í gær hefði líklega verið hans síðasti. Heimir vonar að svo sé ekki. �??�?að hefur verið heiður að vinna með þessum manni, Eiði Smára Guðjohnsen. �?g vona reyndar að hann sé ekki hættur en hann hefur áunnið sér mikla virðingu í mínum bókum. Hann er búinn að vera stórkostlegur í þessum hópi og mikill leiðtogi. �?g þori alveg að viðurkenna það að ég hafði gefið mér ákveðnar hugmyndir um það hvernig persóna hann væri. En hann hefur áunnið sér mikla virðingu hjá mér og hann er allt annar karakter en ég gerði ráð fyrir. Hann var leiðtogi í þessum hópi og gaf mikið af sér.�??
Nú eruð þið Lars samningslausir eftir keppnina. Hefur þú áhuga á að starfa áfram sem aðstoðarlandsliðsþjálfari?
�??Ekki í dag,�?? sagði Heimir og hló. �??En það er best að segja sem minnst um það eftir svona áfall.�??
Heimsmeistarar á pöllunum
Heimir segir jafnframt að það hafi gefið sér mikið að sjá frábæran stuðning við liðið í undankeppninni. �??�?egar illa gengur, banka þær systur Ef og Hefði gjarnan upp á. En það gerðu þær ekki þegar stuðningsmennirnir okkar voru annars vegar. �?að hefur verið frábært að vera innan um þetta fólk, sem hefur fyllt Laugardalsvöllinn og svo fylgt okkur út, bæði til Noregs og nú alla leið til Króatíu. �?að var ekkert ef og hefði þegar kom að stuðningi á pöllunum. Við erum kannski ekki á leið til Brasilíu en við erum klárlega heimsmeistarar þegar kemur að stuðningi á pöllunum og stemmningu í kringum liðið. �?etta gat ekki verið betra og algjörlega ógleymanlegt ævintýri, þótt þetta hafi endað svona,�?? sagði Heimir.
Viðtalið í heild sinni má lesa í blaði Eyjafrétta.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst