Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Íþróttahátíð 2025
Frá síðustu íþróttahátíð ÍBV. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Í kvöld stendur til að heiðra íþróttafólk Vestmannaeyja fyrir liðið ár en Íþróttabandalag Vestmannaeyja hefur boðað til íþróttahátíðar þar sem verðlaunaafhending fer fram.

Samkvæmt upplýsingum á vef ÍBV er hátíðin haldin til að fagna og þakka þeim einstaklingum og liðum sem hafa skarað fram úr í íþróttum á liðnu ári. Þar verða meðal annars veittar viðurkenningar fyrir íþróttamann Vestmannaeyja, íþróttamann æskunnar auk annarra verðlauna fyrir árangur í íþróttum árið 2025.

Hátíðin verður haldin í Akóges og hefst hún klukkan 20.00. Allir eru hvattir til að mæta og taka þátt í að hylla íþróttafólkið okkar og það mikilvæga starf sem unnið er innan íþróttahreyfingarinnar í Eyjum.

Nýjustu fréttir

Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.