Rétt í þessu var flautað til leiksloka í toppslag ÍBV og Fram í Lengjudeildinni. Frammarar voru fyrir leikinn með 9 stiga forskot á toppnum.
Fyrri hálfleikur var afar bragðdaufur og hvorugu liðinu tókst að skapa sér hættuleg færi. Á 71. mínútu dró til tíðinda þegar Indriði Áki Þorláksson skoraði fyrir Fram eftir hornspyrnu. Það tók Eyjamenn sirka 90 sekúndur að jafna leikinn þegar Sito skoraði. Frammarar fengu vítaspyrnu á 84. mínútu. Albert Hafsteinsson steig á vítapunktinn en Halldór Páll Geirsson varði lélega spyrnu Alberts örugglega. Lokatölur 1-1.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst