Kvenfélag Landakirkju heldur árlegt jólaball sitt í safnaðarheimili Landakirkju fimmtudaginn 29. desember kl. 17.00. Sunday School Party Band heldur uppi fjörinu og kvenfélagið bíður upp á heitt súkkulaði og með�??í í hléi. Ef lukkan er svo með gestum mæta óvæntir gestir á svæðið með poka fulla af góðgæti. Að sjálfsögðu er frítt inn líkt og á aðra viðburði í Landakirkju. Svo eru það jólapeysurnar. Ekki hika við að mæta í þeim.