Jólablað Fylkis er komið út

Jólablaði Fylkis 2023 var dreift í hús innanbæjar nú um helgina 16.-17. desember og sent víðsvegar um land. JólaFylkir er að þessu sinni 40 bls. sem er sama stærð tvö síðustu ár og eru stærstu og efnismestu jólablöðin í 75 ára sögu úgáfu blaðsins.

Meðal efnis í blaðinu er hugvekja Guðmundar Arnar Jónssoar sóknarprests í göngumessu á 50 ára goslokahátið, grein Ívars Atlasonar svæðisstjóra HS veitna um sögu og örlög Sjóveitu Vestmannaeyja, Sundlaugarinnar við Miðhúsatún og Rafveitu Vm. við Heimatorg, grein Birgis Þór Baldvinssonar frá Steinholti um vermanninn og rithöfundinn Theódór Friðriksson árin hans og afkomenda í Eyjum, ítarlegt viðtal við Bjarney Erlendsdóttir , Baddý í Ólafshúsum sem Grímur Gíslason sonur hennar tók. Í þættinum Hús og fólk skrifar Helgi Bernódusson frá Borgarhól ítarlega og fróðlega grein um Skálholt við Urðaveg sem byggt var af Gísla Magnússyni skipstjóra og útvegsbónda og fjölskyldu hans fyrir tæpum 100 árum. Þetta stóra og glæsilega hús hýsti margar fjölskyldur, var bækistöð yfirmanna breskra og bandaríska hersins í Eyjum á stríðsárunum 1940-1943 og loks fyrsta elliheimilið í byggðarlaginu. Skálholt fór undir hraun ásamt stórum hluta austurbæjarins í lok mars 1973. Þá skrifar Baldur Þorvaldsson grein um 60 ára sögu Surtseyjargossins. Loks Þátturinn Látnir kvaddir um fólk sem búið hefur í Eyjum í lengri eða skemmri tíma á lífsleiðinni og látist hefur á árinu.

Jólablað Fylkis er komið á eyjafrettir.is og verður þar aðgengilegt út janúar 2024. Uppsetning blaðsins var í höndum Sæþórs Vídó Þorbjarnarsonar í Leturstofunni og prentvinnsla hjá Landsprent. Ritstjóri jólablaðs Fylkis er Arnar Sigurmundsson og ábm. er Eyþór Harðarson.

Hægt er að nálgast blaðið með því að smella hér

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.