Dýravinafélagið býður í jólahuggulegheit í Vinaskógi tvo sunnudaga á aðventunni, 7. desember og 14. desember. Opið verður frá klukkan 15 til 18 báða dagana.
Boðið verður upp á heitt súkkulaði og piparkökur, ristaðar möndlur og ýmislegt annað dúllerí sem gerir stemninguna enn notalegri. Þar að auki verður ratleikur um skóginn fyrir bæði börn og fullorðna og jólasveinar munu líta við til að gleðja gesti.
Dýravinafélagið hvetur íbúa til að koma í Vinaskóg og eiga saman notalegar stundir á aðventunni.
Jólaskógurinn er staðsettur í Löngulág.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst