Laugardaginn 12. desember sl. fór fram jólamót hjá krökkum í GRV sem tekið hafa þátt í skákkennslu á vegum Taflfélags Vestmannaeyja að Heiðarvegi 9 nú í haust. Þátttaka í jólamótinu var góð og voru keppendur 18 talsins. Teflt var í einum opnum flokki , alls sjö umferðir. Allir stóðu sig með prýði og fór mótið mjög vel fram að sögn Guðgeirs Jónssonar og Sæmundar Einarssonar sem annast umsjón og kennslu.
Í yngri flokknum sigraði Ísak Starri, í öðru sæti eftir bráðabana var Nökkvi Dan og í 3. sæti var Jón Bjarki. Í eldri flokknum sigraði Sæþór, í öðru sæti var Auðunn og í 3. sæti var Heiðmar eftir bráðabana við Guðjón Tý. Nú er skákkennslan komin í jólafrí og hefst að nýju í janúar nk. og eru börn í Grunnskóla Vestmannaeyja sem hafa áhuga að læra að tefla, strákar og stelpur hvött til að mæta,. Ekkert námskeiðsgjald.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst